Wednesday, February 16, 2011

Lookbook love!

Lookbook.nu hefur lengi verið efst á lista á eftir facebook af síðum sem ég skoða. Ég pikkaði nokkrar myndir út af síðunni til að sýna ykkur. Þær hafa allar eitthvað heillandi við sig á sinn hátt. Mjög misjafnt hvað heillar mann í hvert skipti :)




Ótrúlega flott! Langar líka í svona skó :)



Langar í þennan kjól! (Zara-11.995 kr)






















  Hippie!
Sumt er líka einfaldlega það flott að því er ekkert lýst með orðum!
.xoxo.
Farin að horfa á Gossip Girl :)

Friday, January 28, 2011

Fall 2010

Ég veit að allir eru byrjaðir að pæla í spring 2011.. er það ekki annars?
En ég er bara ekki alveg til í að sleppa haustinu strax - Ég á eftir að kaupa mér pels og allt! Ég á eftir að sakna svo margs frá 2010;

Fifties something og pils í styttri kantinum;
Fallega Versus Fall 2010 línan

Pelsar;
Agyness Deyn

Leður buxur;
Kate Bosworth í Valentino

Og leður stuttbuxur;

Semi-sheer kjólar;
Stephanie Pratt

Bianca Brandolini

Kósý peysurnuar!


Ofhlaðið skart



Buxur í reiðbuxnasniði
Blake Lively


En mér til mikillar ánægju virðast doppur og renndur ennþá verða áfram inni samkvæmt Moschino;

Eflaust helst eitthvað fleira af þessu í tísku, ég vona það :)
En ég er samt ánægð með að vorið sé að koma, það á allt að vera svo litríkt!

.xoxo.

Tuesday, January 25, 2011

Mexico

Nokkur "outfit" úr ferðinni:


Bolur: Forever 21


Kjóll: Arf Design
Sandalar: Keypti þá í einhverri local búð fyrsta daginn :)



Smekkbuxur: Spútnik
Armband: Viva Maya Hotel


Keypti þetta hálsmen á 2 dollara! Á örugglega eftir að nota það mikið :)


Ég og kanadísku "vinkonur" mínar :)
Hálsmen: Uppsteit, sést ekki nógu vel, en það er rosa flott!


Kjóll: DIY
Golla: Rauði krossinn
Sandalar: Eldgamlir Zara
Fléttubelti: París

Fengum oft svona sæt handklæðadýr á rúmin okkar :)

Það sem ég feilaði á:
Að..
Taka ekki blazer jakkann minn
Taka leðurjakkann minn með
Taka ekki nógu mikið af hlýjum peysum og leggings - það kólnar vel á kvöldin
Taka ekki nóg af linsum (ef ferðinni skildi nú vera frestað um sirka 2 daga vegna snjóstorms í NY)
Að strauja fötin mín - þau krumpast hvorteðer
Taka fullt af stuttbuxum sem ég notaði ekki
Taka ekki fleiri kjóla

Það sem ég gerði rétt:
Að..
Taka Zöru sandalana eldgömlu þó mér fyndist þeir ekkert fínir (góðir skór geta skipt öllu)
Og kaupa mér eina stóra bleika tösku fyrir allt fína dótið sem ég keypti :)

Á eftir að taka myndir af öllu sem ég keypti!
Kem með það fljótlega :)

.xoxo.

Monday, January 17, 2011

Gleraugu

Gleraugu geta sett rosalegan svip á outfit og verið alveg must have fylgihlutur, alveg jafn mikið og þau gera manni gagn (fyrir þá sem þurfa). Ég komst að þessu í NY á leiðinni til Mexico, þegar einhver vörður á flugvellinum í gulu vesti kom að mér og spurði hvar ég hafði fengið gleraugun mín. Hann gekk meira að segja það langt að biðja um vefsíðuna; www.kreppugler.is  þó hann væri í NY og vildi þau án styrks (þurfti ekki á þeim að halda). Mér fannst það algjör snilld og vildi deila því með ykkur:)

Gleraugun mín; (mynd af mér með þau í áramótablogginu)


Fleiri flott gleraugu frá Kreppugler.is;




Ótrúlega ódýr og flott, svo það ætti að vera til eitthvað fyrir alla :)

Hversu kynþokkafullt?




Svo veit ég að cat-eye gleraugun eiga að koma sterk inn þetta árið;


Finnst þau ótrúlega flott! Kannski að maður splæsi sér í eitt stykki svona :)
Mexico blogg á næstunni!
.xoxo.

Monday, January 3, 2011

Mexico!

Þá er loksins komið að útskriftarferðinni. Millilendum í New York í dag, skoðum okkur um og vöknum svo eldsnemma og fljúgum til Mexico á morgun :)
Planið er að kaupa alveg helling af skartgripum;



Og drekka alla fallegu kokteilana :)




Posta inn fullt af myndum eftir ferðina :)
Adios Amigos!

Saturday, January 1, 2011

Gleðilegt nýtt ár!

Vegna þess að ég var svo sein að stofna þessa síðu þá kemur hér eitt stykki jóla/áramótablogg :)


Jóladressið


Kjóll: pantaður gegnum Facebook
Peysa: Friis & Company
Zebra leggings: 3. hæðin kringlunni
Legghlífar: jólagjöf, varð að fara í þær til að labba úti, það var svo kalt og mikill snjór :)
Varalitur: Gosh

Gjafirnar

Í þessum pökkum leyndust m.a.:



Fékk svona, bara minni gerðina, ótrúlega flott!

Fékk þetta svarta með glimmerinu frá The Bodyshop, kemur mjög vel út!

Svo er það áramótadressið sem ég var búin að velta fyrir mér lengi, alveg ákveðin að ég væri í kjólahallæri. En eftir að fá uppástunguna að klæða mig eins og flugeldur, þá varð útkoman svona:



Kjóll: Koda
Jakki: Outlet 10
Bleikar leggings: frá mömmu
Skór: Motor

Og svo ein af okkur mömmu í lokin


Gleðilegt ár! Vonandi skemmtu allir sér jafn vel og ég í gær :)